Á vegum Vegagerðarinnar (og Leiðar ehf.) hefur verið unnið að því að koma vegum um Svínavatnsleið í Austur-Húnavatnssýslu, sem stytti leið milli vesturhluta landsins og Norðausturlands um allt að 14 km og Vindaheimleið, sunnan Varmahlíðar í Skagafirði sem stytti leið milli sömu staða um allt að  6,3 km inn í aðalskipulag sveitarfélaganna sem í hlut eiga, en án árangurs.

Lauk þessum umleitunum í bili a.m.k. með því að þáverandi innanríkisráðherra lagði fyrir Vegagerðina að afturkalla óskir sínar um að gert yrði ráð fyrir þessum vegum og allri undirbúningsvinnu við þá hætt.  Var þó ekki annað séð en Vegagerðin væri að sinna skyldum sínum samkvæmt vegalögum.

Af hálfu Leiðar ehf. var ákveðið að láta reyna á þessa synjun sveitarfélaganna fyrir umboðsmanni Alþingis og má sjá erindi Leiðar ehf., dags. 7. júní 2013 hér  og niðurstöðu umboðsmanns Alþingis, dags. 13. nóvember sama ár hér.

Á vegum Samgöngufélagsins verður unnið að því að koma vegum þessa leið inn í samgönguáætlun 2015 til 2026.