Samgöngufélagið

Austfjarðargöng – Kostir og gallar

Þessi síða er í vinnslu

Nokkur atriði til umhugsunar við ákvörðun um það hvaða eftirtalin jarðgöng á Miðausturlandi ráðist verði í næst.

A Fjarðarheiðargöng
B Tvenn göng – milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar um Mjóafjörð (Seyðisfjarðargöng / Mjóafjarðargöng).
C Tvenn göng – milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og Mjóafjarðar og Héraðs (Seyðisfjarðargöng og Slenjudalsgöng).

A) Fjarðaheiðargöng
Kostir:

  • Gert ráð fyrir því í gildandi samgönguáætlun að Fjarðarheiðargöng verði næstu göng (X).
  • Gert ráð fyrir göngum þessa leið um áratugaskeið.
  • Göngin nánast tilbúin í útboð.
  • Örugg heilsársleið milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða/Héraðs.
  • Mest þjónustusókn frá Seyðisfirði hefur verið til Egilsstaða.
  • Styttir leið milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða úr 27 km í 21 km. Engin leið styttir meira.
  • Styttir leið milli Seyðisfjarðar og þéttbýlisstaðanna í Fjarðabyggð um 12 km.
  • Sæmileg sátt að því er fram kemur í skýrslu KPMG um gerð þeirra hjá íbúum svæðisins. (skýrsla bls. XX)
  • Samkomulag milli sveitarfélaganna á Miðausturlandi um að þessi göng verði næst.
  • Ekki víst hvenær ráðist verður í gerð ganga milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar, þótt raunar sé gert ráð fyrir því í gildandi samgönguáætlun að þau verði næst en víða er beðið gerð nýrra ganga
  • Gerð ganga milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og Mjóafjarðar og Héraðs enn meirri óvissu undirorpin.

Gallar:

  • Gerð ganga frá útboði til loka verks áætluð 7 ár.
  • Göngin mjög löng á alla mælikvarða, 13,3 km (Fimmtándu lengstu göng í heimi ( Wikipedia ).
  • Fleiri óvissuþættir við gerð langra ganga og erfiðara að bregðast við þeim. (Sjá skýrslu hér bls. 20 ).
  • Krafa um aukinn öryggisbúnað vegna lengdar ganga (Sjá svör við aths. hér bls. 18)
  • Kostnaður við gerð ganganna með aðliggjandi vegum áætlaður 45 milljarðar króna í (áætlun sept. 2022 án efa talsvert hærra).
  • Óvissa um fjármögnun og óljós áform um veggjöld til greiðslu kostnaðar. Tekjur af veggjöldum í göngnum og jafnvel þótt innheimt yrði í öllum jarðgöngum hérlendis eins og rætt hefur verið þó aldrei nema mjög lítill hluti af útlögðum kostnaði.
  • Kostnaður við tvenn göng milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar (Seyðisfjarðargöng kr. 16 milljarðar og Mjóafjarðargöng kr 21 miljarður), sem einnig rjúfa einangrun Seyðisfjarðar samtals 37 milljarðar. (áætlun sept. 2022 – sjá Svar Vegagerðarinnar, sept 2022 hér)
  • Kostnaður pr. km við viðhald og eftirlit svo langra ganga talsverður.
  • Fjarðarheiðargöng nýtast tiltölulega fáum ein og sér.
  • Vegurinn um Fjarðarheiði a.m.k. háheiðina verður landsvegur og því líklega engin önnur leið á milli a.m.k. að vetri til en um göngin. (Sjá svar Vegagerðarinnar, sept 2022 hér )
  • Tilbreytingasnauður og jafnvel krefjandi akstur fyrir suma að aka svo löng göng. (sjá svör við aths. hér bls.)
  • Miðað við núverandi áætlanir er óeðlilegt og ósanngjarnt að Seyðisfjörður verði eini staðurinn á „fastalandinu“ þar sem ekki væri komist um nema með greiðslu veggjalda.
  • Ekki samstaða og raunar efasemdir margar að rétt sé að ráðast í gerð svo langra og kostnaðarsamra ganga þegar aðrir kostir sem rjúfa einangrun Seyðisfjarðar eru i boði.
  • Ekki sótt mikil þjónusta til Seyðisfjarðar frá öðrum þéttbýlisstöðum á Austfjörðum. Helst farþegar og farmur í og úr ferjunni Norrænu .
  • Býður upp á ýmsa fleiri möguleika að hafa tvær leiðir milli Seyðisfjarðar og annarra landshluta og fá hringtengingu.

B) Tvenn göng – milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar um Mjóafjörð (Seyðisfjarðargöng / Mjóafjarðargöng) Fjarðaleið.

Kostir:

  • Örugg leið milli annars vegar Seyðisfjarðar og hins vegar Norðfjarðar (30 km) Eskifjarðar (35 km) og Reyðarfjarðar (40 km).
  • Hringtenging, sem opnast með gerð Seyðisfjarðar- og Mjóafjarðarganga mun áhugaverðari fyrir þá sem vilja skoða sig um á Austjförðum eða geta heimsótt alla þéttbýlisstaðanna rn ferðamenn en botnlangar í Norðfjörð og Seyðisfjörð.
  • Leið opnast inn í Mjóafjörð í báðar áttir og hann verður nánast miðsvæðis.
  • Krefjandi að aka gangaleið milli Eskifjarðar og Egilsstaða um fern göng Norðfjarðargöng, Mjóafjaðrargöng, Seyðisfjarðargöng og Fjarðarheiðargöng, alls 7 + 7+ 6 + 13 km = 32 km í jarðgöngum.
  • Mjög auknir möguleikar á samvinnu íbúa á hverjum stað og að einhverju marki sveitarfélaganna Múlaþings og Fjarðabyggðar.
  • Aukið öryggi fyrir íbúa í sjávarbyggðunum að hafa láglendisveg sín á milli.
  • Vegalengdin milli Neskaupstaðar og Egilsstaða styttist úr 68 km í 55 km (þegar Fjarðarheiði er fær) og alltaf yrði fær leið fyrir farþega ferjunnar Norrænu og annarra skemmtiferðaskipa og raunar oftast val milli Fjarðarheiðar og leiðarinnar um Norðfjörð inn á Hringveginn.
  • Nefnt skal að gerð Héðinsfjarðarganga (3,9 + 7,1 km = 11 km) var boðin út haustið 2005, framkvæmdir hófust um mitt ár 2006 og var stefnt að verklokum 2009, en þau töfðust um eitt áraðallega vegna vatnsleka. Göngin voru tekin í notkun í október 2010. Sjá hér.
  • Þá má nefna að rétt fimm ár liðu frá ákvörðun um gerð Bolungarvíkurganga (5,4, km) þar til þau voru opnuð fyrir umferð, sjá hér og hér.
  • Skrifað var undir samning við verktaka um gerð Norðfjarðargagna (7.908 m) 14. júní 2013 og þau opnuð fyrir umferð 11. nóvember 2017.

C) Tvenn göng – milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og Mjóafjarðar og Héraðs (Seyðisfjarðargöng og Slenjudalsgöng).

  • Minnstur áhugi á þessari leið meðal Austfirðinga.

Gerast félagi

Skráðu þig í samgöngufélagið

13 + 15 =