Samgöngufélagið

Um okkur

Tilgangur Samgöngufélagsins er að stuðla að sem mestum framförum í samgöngum á og við Ísland, ekki síst á sviði stjórnsýslu samgöngumála. Sjá nánar 4. gr. laga félagsins,

Þeir sem vilja gerast félagar í Samgöngufélaginu geta sent tölvupóst á netfangið samgongur@samgongur.is, þar sem fram komi nafn, kennitala og netfang viðkomandi. Árgjald til félagsins fyrir árið 2019 er 1.000 kr. fyrir einstaklinga en 10.000 kr. fyrir lögaðila. Skal leggja það inn á reikning félagsins nr. 0174-26-701, kt. 620999-3269.

Heimili félagsins og varnarþing er að Engjavegi 29, 400 Ísafirði.

Lög Samgöngufélagsins
félags um framþróun í samgöngum á og við Ísland

1. gr.
Félagið nefnist Samgöngufélagið.

2. gr.
Heimili félagsins og varnarþing er samkvæmt ákvörðun stjórnar hverju sinni.

3. gr.
Allir sem áhuga hafa á samgöngum eiga rétt á að gerast félagar.

4. gr.
Tilgangur félagsins er að beita sér fyrir framþróun í samgöngum á og við Ísland með því m.a. að:
a) Beita sér fyrir umræðum, fræðslu, skoðananskiptum og halda úti vef um samgöngumál.
b) Stuðla að rannsóknum sem tengjast samgöngum.
c) Beita sér fyrir jafnræði milli samgöngumáta
d) Gæta hagsmuna almennings gagnvart stjórnvöldum og öðrum þeim sem veita þjónustu eða fara með verkefni eða opinbert vald á sviði samgangna.

5. gr.
Stjórn félagsins skipa einn til þrír menn eftir ákvörðun aðalfundar hverju sinni. Stjórn velur sér formann ef fleiri en einn eiga þar sæti.
Aðalfundur skal haldinn eftir ákvörðun stjórnar. Stjórn boðar til almennra funda félagsins og ákveður dagskrá. Félagsgjöld skulu ákveðin af stjórn.
Formaður stjórnar annast daglega umsjón félagsins og ritar firma þess.

6. gr.
Starfstímabil félagsins er almanaksárið.

7. gr.
Ákvörðun um slit félagsins verður aðeins tekin á aðalfundi og skal þá jafnframt ákveðið hvert eignir þess skulu renna.

8. gr.
Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi með samþykki einfalds meirihluta fundarmanna.

9. gr.
Lög þessi taka gildi 17. júní 2008.

Núverandi formaður Samgöngufélagsins er Jónas Guðmundsson, Ísafirði.

Gerast félagi

Skráðu þig í samgöngufélagið

14 + 14 =