Fundarboð

Á að heimila gjaldtöku af nagladekkjum á höfuðborgarsvæðinu?

Til lokameðferðar á Alþingi er frumvarp til nýrra umferðarlaga (sjá hér).
Þar var í fyrstu drögum gert ráð fyrir heimild til handa sveitarfélögum að leggja á sérstakt gjald fyrir notkun nagladekkja, en í frumvarpinu sem var lagt fyrir Alþingis í haust var ákvæði um þetta ekki lengur inn.

Því boðar Samgöngufélagið til fundar þar sem farið verður yfir ýmsar hliðar þessa álitaefnis og sérstaklega horft til höfuðborgarsvæðisins í því sambandi.

Fundurinn verður í Setri á Grand hótel við Sigtún í Reykjavík miðvikudaginn 3. apríl og hefst kl. 13:00 stundvíslega.

Fundarstjóri verður Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi forseti Alþings.

Dagskrá:

Kl.   13:00   Fundarsetning, Jónas Guðmundsson, formaður Samgöngufélagsins.
Kl.   13:10   Reynsla Norðmanna af gjaldtöku (The Norwegian studded tyre fee scheme) –  Pål Rosland hjá Norsku Vegagerðinnni segir frá reynslu af gjaldtöku í Noregi (á ensku) –  fyrirspurnir.
Kl.   13:40   Vegagerðin – “Hjólför í íslensku malbiki – nagladekkjaslit og deigar formbreytingar” Birkir Hrafn Jóakimsson, byggingarverkfræðingur
Kl.   13:55   Kaffihlé.
Kl.   14:05   Umhverfisstofnun –  “Svifryk frá vegyfirborði og heilsufarsáhrif svifryks” Þorsteinn Jóhannsson, umhverfisfræðingur.
Kl.   14:20   Félag ísl. bifreiðaeigenda, “Gegn lagasetningu á umferðaröryggi” Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri.
Kl.    14:35   Reykjavíkurborg, Þorsteinn Rúnar Hermannsson, samgöngustjóri.
Kl.    14:45   Fyrirspurnir og umræður.
Kl.    15:00   Fundarslit.

Dagskráin getur breyst án fyrirvara.

Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Vel væri þegið ef þátttaka yrði tilkynnt á netfang Samgöngufélagsins samgongur@samgongur.is

Frekari upplýsingar veitir Jónas Guðmundsson í s. 898 6794