Samgöngufélagið hefur kynnt hugmyndir um hvernig ljúka mætti frágangi tvöfalda hluta Reykjanesbrautar (24 km), gera sérstaka hjólabraut og í framhaldinu hækka leyfðan hámarkshraða úr 90 í 110 km á klst.

Svo þetta geti orðið þyrfti að gera sérstaka hjólabraut, laga og ljúka gerð vegriða og færa (eða taka niður) ljósastaura, laga slitlag, fylla í  hjólför og laga vegaxlir sem bæði eru skörðóttar og ómálaðar. Til að fjármagna þetta yrði lagt gjald á þá sem nýttu sér hin hækkuðu hraðamörk, þ.e. ækju á hærri meðalhraða en t.d. 100 km á klst. á tvöfalda vegarkaflanum.

Sjá má erindi tengd málinu hér:

Vakin skal athygli á að hugmyndir eru um hraðlest milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur og má nálgast upplýsingar um þau áform á vef verkefnisins, www.fluglestin.is.