Talsvert er um að ferðafólk aki upp á Bolafjall á sumrin þegar vegurinn er opinn og jafnvel gangi þar upp enda mikið og fallegt útsýni af fjallinu, sem á þessum slóðum nær í um 625 m hæð yfir sjávarmáli. Ekki síst er útsýnið fallegt í átt að Snæfjallaströnd og Jökulfjörðum, en litlar sem upplýsingar hefur verið að hafa um þau svæði og aðra staði sem sést til. Er skiltinu ætlað að bæta úr þessu og gerir heimsókn upp á fjallið vonandi enn fróðlegri og ánægjulegri en ella.
Skitlið sem er 2,0 x 0,5 fm var hannað af Ómari Smára Kristinssyni og Nínu Ivanovu, en Guðmundur Ragnarsson lagði til ljósmyndir og annaðist umgjörð og frágang ásamt Ragnari Högna Guðmundssyni, sem smíðaði grind undir það. Textinn á skiltinu er bæði á íslensku og ensku.
Steinninn undir skiltið fannst á Óshlíðarvegi fyrr í sumar þar sem hann hafði hrunið úr Óshyrnu. Þótti hann passa mjög vel sem undirstaða fyrir skiltið og fyrst hann gaf sig fram með þeim hætti sem raunin var þótti rétt að hann færi á ný upp á fjall.
Gerð skiltisins var studd af menningar- og ferðamálaráði Bolungarvíkur og
Sparisjóði Bolungarvíkur.