Af hálfu Samgöngufélagsins er unnið að því að samakstur verði skilgreindur sem einn liður almenningssamgangna og hann verður virkjaður  hann sem víðast. Er þá miðað við að samakstur sé skilgreindur sem hér segir:  „Samakstur: Þegar einstaklingur fær far með ökutæki til eða áleiðis til áfangastaðar ökumanns eða þegar tveir eða fleiri einstaklingar sameinast um bílferð milli tveggia staða.“

Til að virkja þennan samgöngumáta er gert ráð fyrir að þeir sem óska fars með bíl geti skráð sig á til þess ætlaðar fésbókarsíðu, t.d. vefinn www.bilfar.is eða www.samferda.is, eða gætu komið sér fyrir við sérstök skilti sem sett yrðu upp, en það væri síðan sveitarfélög á hverjum stað sem ákveða nánari útfærslu.

Umfjöllun um samakstur frá árinu 2012 má nálgast hér í tengslum við vinnu við gerð frumvarps til laga um almennings-samgöngur.

Hér er einnig að finna athugasemdir Samgöngufélagsins, dags. 9. mars 2015, við frumvarp til laga um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni sem er til meðferðar á Alþingi á vorþingi 2015 þar sem lagt er til að samakstur verði viðurkenndur sem sérstakur samgöngumáti sem opinberum aðilum (sveitarfélögum) verði með ótvíræðum hætti heimilt að styðja við.

Nokkrum sveitarfélögum hefur með formlegum hætti verið kynnt skilti fyrir samakstur eins og lýst er auk þess sem þau hafa þegar verið sett upp í Súðavík (til Ísafjarðar), Bolungarvík og á Ísafirði (til Bolungarvíkur).