Nagladekk

[vc_row][vc_column][vc_column_text css=“.vc_custom_1557942477111{margin-bottom: 0px !important;}“][/vc_column_text][mk_button dimension=“outline“ size=“large“ url=“https://samgongur.is/wp-content/uploads/2019/05/4029874_samgongufelagid_140519.pdf“ target=“_blank“ fullwidth=“true“]Skoða niðurstöður skoðanakönnunar Gallup[/mk_button][vc_empty_space][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column][vc_column_text css=“.vc_custom_1555601355367{margin-bottom: 0px !important;}“]

Á að heimila gjaldtöku fyrir notkun nagladekkja á höfuðborgarsvæðinu?

Eitt mikilvægasta öryggistæki bílsins eru hjólbarðarnir og skiptir ástand þeirra hverju sinni miklu – ekki síst í snjó, hálku og bleytu. Við þær aðstæður kjósa margir að nota neglda hjólbarða, sérstaklega utan höfuðborgarsvæðisins. Heimilt er að nota nagladekk á tímabilinu 1. nóvember til 15. apríl eða fimm og hálfan mánuð ár hvert.

Þótt vissulega tryggi nagladekk aukið öryggi við ýmsar aðstæður fylgja notkun þeirra einnig ýmsir ókostir. Þá helst slit á vegum, loftmengun (svifryk og  tjöruagnir) og hávaði. Talsverð óþægindi og samfélagslegur kostnaður getur því fylgt notkun þeirra. Ræðst þetta þó töluvert m.a. af stærð og þyngd ökutækis, stærð og þyngd og efnisinnihaldi naglanna og ástandi og gerð vegar og slitlags.

Þótt alls ekki komi til greina að banna notkun nagladekkja þykir verða að draga úr henni sem mest má verða þar sem við verður komið, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu og þar í grennd þar sem flesta daga verður komist um án negldra hjólbarða, enda séu ökutækin búin traustum og góðum hjólbörðum ætluðum til vetraraksturs.

Talsvert hefur verið reynt til að draga úr notkun á höfuðborgarsvæðinu en árangurinn verið takmarkaður. Norðmenn hafa hafið gjaldtöku fyrir notkun nagladekkja í stærri borgum og með því  náð að draga  talsvert úr notkun þar. Er um að ræða hóflega gjaldtöku sem góð sátt virðist ríkja um. Verður að telja að vel sé til vinnandi að reyna þetta hér ekki síst á höfuðborgarsvæðinu.

Um einfalda aðgerð er að ræða sem þó þarf að hafa stoð í lögum. Nú er til meðferðar á Alþingi frumvarp til nýrra umferðarlaga þar sem í upphaflegum drögum var gert ráð fyrir heimild til sveitarfélaganna til að leggja á gjald en ákvæði um það voru numin úr frumvarpinu áður en það var lagt fyrir Alþingi, sjá  frumvarp sem lagt var fyrir Alþingi  hér.

Þetta væri einnig í samræmi við áætlun stjórnvalda sem fram kemur í ritinu „HREINT LOFT TIL FRAMTÍÐAR  – Loftgæði á Íslandi 2018 til 2029„.  Þar sem beinlínis segir á bls. 15 „. . . . að unnið skuli að frumvarpi til laga um breytingu á vegalögum nr. 80/2007, þar sem kveðið verði á um gjaldtöku fyrir árslok 2022 vegna nagladekkja með það að markmiði að draga úr notkun þeirra (sjá markmið 1. gr. reglugerðar um loftgæði). “  Þótt vegalög séu nefnd í þessu sambandi verður að telja heppilegra að hafa þessa heimild í umferðarlögum.

Á málþingi sem Samgöngufélagið hélt á Grand hótel miðvikudaginn 3. apríl sl. var fjallað um þessi mál undir heitinu:  „Á að heimila gjaldtöku af nagladekkjum á höfuðborgarsvæðinu?

Hér má sjá fimm glærur sem kynntar voru með fyrirlestrum á fundinum.  Sérstök athygli er vakin á glærum Pål Roslandal, hjá Norsku Vegagerðinni, þótt allar séu þær mjög áhugaverðar.[/vc_column_text][mk_button dimension=“outline“ size=“large“ url=“https://samgongur.is/wp-content/uploads/2019/04/iceland-presentation-by-pal-rosland-nrpa.pdf“ target=“_blank“ fullwidth=“true“]Fyrirlestur Pål Rosland hjá norsku Vegagerðinni[/mk_button][mk_button dimension=“outline“ size=“large“ url=“https://samgongur.is/wp-content/uploads/2019/04/umhverfisstofnun-vegryk-og-heilsufarsahirf-svifryks.pdf“ target=“_blank“ fullwidth=“true“]
Fyrirlestur Þorsteins Jóhannessonar hjá Umhverfisstofnun[/mk_button][mk_button dimension=“outline“ size=“large“ url=“https://samgongur.is/wp-content/uploads/2019/04/skattur-a-umferaroryggi-april-2019.pdf“ target=“_blank“ fullwidth=“true“]Fyrirlestur Runólfs Ólafssonar hjá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda[/mk_button][mk_button dimension=“outline“ size=“large“ url=“https://samgongur.is/wp-content/uploads/2019/04/hjolfor-i-islensku-malbiki-samgongufelagid.pdf“ target=“_blank“ fullwidth=“true“]Fyrirlestur Birki Hrafns Jóakimssonar hjá Vegagerðinni[/mk_button][mk_button dimension=“outline“ size=“large“ url=“https://samgongur.is/wp-content/uploads/2019/04/2019-04-03-gjaldtaka-af-nagladekkjum_kynning.pdf“ target=“_blank“ fullwidth=“true“]Fyrirlestur Þorsteins Rúnars Hermannsonar, hjá Reykjavíkurborg[/mk_button][/vc_column][/vc_row]