Húnavalla og Vindheimaleið

Viðhorfskönnun

Gerð nýrra vega um Húnavallaleið í Húnabyggð og Vindheimaleið í Skagafirði

Sú könnun sem hér er sett fram er unnin af fyrirtækinu Envalys fyrir Samgöngufélagið sumarið 2024.
Tilgangur könnunarinnar er:

  • Að vekja athygli á mögulegum nýjum veglínum fyrir umferð ökutækja og styttri akleiðum fyrir umferða milli Reykjvíkur og Akureyrar (um svonefnda Húnavallaleið í Húnabyggð sunnan Blönduóss og um svonefnda Vindheimaleið í Skagafirði sunnan Varmahlíðar
  • Fá fram afstöðu þátttakenda til gerðar vega þessar leiðir eftir atvikum gegn greiðslu veggjalds til að fjármagna gerð veganna.

Allir 16 ára og eldri sem skráðir eru í þjóðskrá geta tekið þátt í könnuninni en skrá þarf sig í gegn um island.is á svæði könnunarinnar til að tryggja að hver og einn geti tekið þátt aðeins einsu sinni. Þátttaka getur verið hvort heldur sem er undir nafni eða nafnlaust.
Miðað er við að fyrstu niðurstöður verði birtar að liðnum tveimur vikum frá upphafi könnunarinnar en hún verði höfð opin í allt að sex mánuði og jafnvel lengur ef henta þykir og staðan birt af og til.
Á svæði könnunarinnar og hér að neðan má sjá tvö tölvugerð myndbönd sem sýna þá vegi sem um ræðir í raunumhverfi.

Húnavallaleið

Vindheimaleið

Helstu upplýsingar, gögn og forsendur, kosti og galla, við þær veglínur sem um ræðir má nálgast með því að smella hér: (Setja hlekk)
Þátttaka í könnuninni tekur um 3 til 4 mínútur.
Gangi þér vel.

Gerast félagi

Skráðu þig í samgöngufélagið

4 + 3 =