samgongur.is

Um vefinn

Með þessum vef er stefnt að því að koma á framfæri á sérstökum vettvangi því helsta sem upp á kemur eða fjallað er um og varðar samgöngur í víðum skilningi hér innanlands og til og frá landinu. Með samgöngum er átt við alla þætti sem varða skipulegan flutning fólks og varnings frá einum stað til annars hvort sem það er um stuttan veg eða langan; gangandi, ríðandi, hjólandi, akandi, siglandi eða fljúgandi.

Það sem helst verður komið á framfæri snertir löggjöf um málaflokkinn og reglusetningu; stjórnsýslu; fjármál og útboð framkvæmda; ökutæki og önnur samgöngutæki og búnað þeirra, vegakerfið og uppbyggingu þess, umferðina og það sem áhrif getur haft á hana svo og flug og siglingar eftir því sem við verður komið. Einnig verður fjallað um söguleg atriði eftir því sem færi gefst. Þar sem akstur og umferð ökutækja er það sem varðar flesta í daglega lífinu er viðbúið að sá þáttur fái mesta umfjöllun.

Hér verður á hinn bóginn ekki fjallað um það sem einstök fyrirtæki, framleiðendur og innflytjendur eða aðrir sem standa í viðskiptum gera eða bjóða upp á nema það teljist hafa almenna þýðingu. Þá verður ekki fjallað um einstök tilvik eins og umferð frá degi til dags eða óhöpp sem verða nema það teljist geta haft sérstaka þýðingu. Leitað verður efnis jafnt á innlendum sem erlendum vettvangi.
Þessum vef er einnig ætlað að vera opnum fyrir skoðanaskipti og umræður um hin ýmsu mál er varða samgöngur og verður leitast við að koma sem flestum sjónarmiðum á framfæri í þeim efnum. Það verður gert jafnt með því að vekja athygli á því sem komið er á framfæri, birta hugleiðingar þeirra sem til verður leitað eða gefa sig fram og koma vilja vekja máls á einhverju og loks með því að hafa skoðanakannanir um hin ýmsu málefni inni á vefnum. Allt verður þetta þó mótað eftir þeim viðbrögðum sem þessi tilraun fær.

Öllum athugasemdum eða ábendingum um efni má koma á framfæri í netfangið samgongur@samgongur.is

Ábyrgðarmaður vefsins er Jónas Guðmundsson, netfang jonas@snerpa.is

Gerast félagi

Skráðu þig í samgöngufélagið

4 + 10 =