Viðhorfskönnun

Næstu jarðgöng á Miðausturlandi

Sú könnun sem hér er sett fram er unnin af fyrirtækinu Envalys fyrir Samgöngufélagið sumarið 2024.

Tilgangur könnunarinnar er:

  • Að setja fram og kynna á sem einfaldastan hátt þá jarðgangakosti á Miðausturlandi sem helst hafa verið ræddir.
  • Fá fram afstöðu þátttakenda til þess hvaða göng gera eigi næst til að þjóna sem best bæði Seyðisfirði og heildarhagsmunum íbúa og vegfarenda á Miðausturlandi auk fleiri atriða.

Allir 16 ára og eldri sem skráðir eru í þjóðskrá geta tekið þátt í könnuninni en skrá þarf sig í gegn um island.is á svæði hennar til að tryggja að hver og einn geti tekið þátt aðeins einu sinni. Þátttaka getur verið hvort heldur sem er undir nafni eða nafnlaust.

Miðað er við að fyrstu niðurstöður verði birtar að liðnum tveimur vikum frá upphafi könnunarinnar en hún verði höfð opin í allt að sex mánuði og jafnvel lengur ef henta þykir og staðan birt af og til.

Hér að neðan má sjá þrjú tölvugerð myndbönd sem sýna þá vegi sem um ræðir í raunumhverfi.

Egilsstaðir – Seyðisfjörður
Seyðisfjörður – Mjóifjörður – Egilsstaðir
Seyðisfjörður – Mjóifjörður – Fannardalur

Kostir og gallar

Kostir:
  • Gert ráð fyrir því í gildandi samgönguáætlun að Fjarðarheiðargöng verði næstu göng (X).
  • Gert ráð fyrir göngum þessa leið um áratugaskeið.
  • Göngin nánast tilbúin í útboð.
  • Örugg heilsársleið milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða/Héraðs.
  • Mest þjónustusókn frá Seyðisfirði hefur verið til Egilsstaða.
  • Styttir leið milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða úr 27 km í 21 km. Engin leið styttir meira.
  • Styttir leið milli Seyðisfjarðar og þéttbýlisstaðanna í Fjarðabyggð um 12 km.
  • Sæmileg sátt að því er fram kemur í skýrslu KPMG um gerð þeirra hjá íbúum svæðisins. (skýrsla bls. XX)
  • Samkomulag milli sveitarfélaganna á Miðausturlandi um að þessi göng verði næst.
  • Ekki víst hvenær ráðist verður í gerð ganga milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar, þótt raunar sé gert ráð fyrir því í gildandi samgönguáætlun að þau verði næst en víða er beðið gerð nýrra ganga
  • Gerð ganga milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og Mjóafjarðar og Héraðs enn meirri óvissu undirorpin.
Gallar:
  • Gerð ganga frá útboði til loka verks áætluð 7 ár.
  • Göngin mjög löng á alla mælikvarða, 13,3 km (Fimmtándu lengstu göng í heimi ( Wikipedia ).
  • Fleiri óvissuþættir við gerð langra ganga og erfiðara að bregðast við þeim. (Sjá skýrslu hér bls. 20 ).
  • Krafa um aukinn öryggisbúnað vegna lengdar ganga (Sjá svör við aths. hér bls. 18)
  • Kostnaður við gerð ganganna með aðliggjandi vegum áætlaður 45 milljarðar króna í (áætlun sept. 2022 án efa talsvert hærra).
  • Óvissa um fjármögnun og óljós áform um veggjöld til greiðslu kostnaðar. Tekjur af veggjöldum í göngnum og jafnvel þótt innheimt yrði í öllum jarðgöngum hérlendis eins og rætt hefur verið þó aldrei nema mjög lítill hluti af útlögðum kostnaði.
  • Kostnaður við tvenn göng milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar (Seyðisfjarðargöng kr. 16 milljarðar og Mjóafjarðargöng kr 21 miljarður), sem einnig rjúfa einangrun Seyðisfjarðar samtals 37 milljarðar. (áætlun sept. 2022 – sjá Svar Vegagerðarinnar, sept 2022 hér)
  • Kostnaður pr. km við viðhald og eftirlit svo langra ganga talsverður.
  • Fjarðarheiðargöng nýtast tiltölulega fáum ein og sér.
  • Vegurinn um Fjarðarheiði a.m.k. háheiðina verður landsvegur og því líklega engin önnur leið á milli a.m.k. að vetri til en um göngin. (Sjá svar Vegagerðarinnar, sept 2022 hér )
  • Tilbreytingasnauður og jafnvel krefjandi akstur fyrir suma að aka svo löng göng. (sjá svör við aths. hér bls.)
  • Miðað við núverandi áætlanir er óeðlilegt og ósanngjarnt að Seyðisfjörður verði eini staðurinn á „fastalandinu“ þar sem ekki væri komist um nema með greiðslu veggjalda.
  • Ekki samstaða og raunar efasemdir margar að rétt sé að ráðast í gerð svo langra og kostnaðarsamra ganga þegar aðrir kostir sem rjúfa einangrun Seyðisfjarðar eru i boði.
  • Ekki sótt mikil þjónusta til Seyðisfjarðar frá öðrum þéttbýlisstöðum á Austfjörðum. Helst farþegar og farmur í og úr ferjunni Norrænu .
  • Býður upp á ýmsa fleiri möguleika að hafa tvær leiðir milli Seyðisfjarðar og annarra landshluta og fá hringtengingu.
Kostir:
  • Örugg leið milli annars vegar Seyðisfjarðar og hins vegar Norðfjarðar (30 km) Eskifjarðar (35 km) og Reyðarfjarðar (40 km).
  • Hringtenging, sem opnast með gerð Seyðisfjarðar- og Mjóafjarðarganga mun áhugaverðari fyrir þá sem vilja skoða sig um á Austjförðum eða geta heimsótt alla þéttbýlisstaðanna rn ferðamenn en botnlangar í Norðfjörð og Seyðisfjörð.
  • Leið opnast inn í Mjóafjörð í báðar áttir og hann verður nánast miðsvæðis.
  • Krefjandi að aka gangaleið milli Eskifjarðar og Egilsstaða um fern göng Norðfjarðargöng, Mjóafjaðrargöng, Seyðisfjarðargöng og Fjarðarheiðargöng, alls 7 + 7+ 6 + 13 km = 32 km í jarðgöngum.
  • Mjög auknir möguleikar á samvinnu íbúa á hverjum stað og að einhverju marki sveitarfélaganna Múlaþings og Fjarðabyggðar.
  • Aukið öryggi fyrir íbúa í sjávarbyggðunum að hafa láglendisveg sín á milli.
  • Vegalengdin milli Neskaupstaðar og Egilsstaða styttist úr 68 km í 55 km (þegar Fjarðarheiði er fær) og alltaf yrði fær leið fyrir farþega ferjunnar Norrænu og annarra skemmtiferðaskipa og raunar oftast val milli Fjarðarheiðar og leiðarinnar um Norðfjörð inn á Hringveginn.
  • Nefnt skal að gerð Héðinsfjarðarganga (3,9 + 7,1 km = 11 km) var boðin út haustið 2005, framkvæmdir hófust um mitt ár 2006 og var stefnt að verklokum 2009, en þau töfðust um eitt áraðallega vegna vatnsleka. Göngin voru tekin í notkun í október 2010. Sjá hér.
  • Þá má nefna að rétt fimm ár liðu frá ákvörðun um gerð Bolungarvíkurganga (5,4, km) þar til þau voru opnuð fyrir umferð, sjá hér og hér.
  • Skrifað var undir samning við verktaka um gerð Norðfjarðargagna (7.908 m) 14. júní 2013 og þau opnuð fyrir umferð 11. nóvember 2017.
Gallar:
Kostir:
    Gallar:

    Gögn og tilvísanir

    • Athugasemdir við drög að matsáætlun Fjarðarheiðaganga, 27. júlí 2020, sjá hér
    • Fyrirspurn Samgöngufélagsins til Vegagerðarinnar, dags. 19. febrúar 2020, sjá hér.
    • Svar Vegagerðarinnar, dags. 4. mars 2020, við fyrirspurn Samgöngufélagsins við nokkrum spurningum varðandi undirbúning að gerð vegganga á Miðausturlandi, dags. 13. febrúar 2020, sjá hér.
    • Skoðanakönnun um veggöng á Miðausturlandi, mars 2020, sjá hér.
    • Umsögn Samgöngufélagsins til Skipulagsstofnunar um umhverfismatsskýrslu Vegagerðarinnar fyrir Fjarðarheiðargöng, dags. 5. júlí 2022, sjá hér
    • Hugleiðingar um jarðgöng á Austurlandi og forgangsröðurn þeirra, dags. 19. ágúst 2022, birt hér á Samráðgátt stjórnvalda á vefnum island.is, sjá hér.

    Upplýsingar Vegagerðarinnar um kostnað o.fl. við gerð þrennra jarðganga á Miðausturlandi, dags. 16.09.2022

    Gerast félagi

    Skráðu þig í samgöngufélagið

    4 + 11 =